About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 193 blog entries.

15. þáttur

15. þáttur http://hladvarp.ordabokin.is/wp-content/uploads/2019/11/malfarslogreglan_15.mp3 Málfarslögreglan snýr [...]

15. þáttur2019-11-23T00:14:40+00:00

Spilliefni

Orð sem geta eyðilagt spennu fyrir þeim sem vita ekki hvað gerist í tilteknum söguþræði, t.d. í bók, kvikmynd eða sjónvarpsþætti.

Spilliefni2019-10-31T23:39:55+00:00

Draumastígur

Gönguleið eða troðningur sem liggur utan skilgreindrar gönguleiðar (t.d. yfir grasflöt en ekki á gangstétt), en er svo áberandi troðin að flestir nota hana frekar en að ganga opinberu leiðina.

Draumastígur2019-10-31T23:25:37+00:00

Millimatarstika

Lítil stika eða skilrúm sem sett er á milli innkaupa á færibandi við afgreiðslukassa í matvörubúðum.

Millimatarstika2019-10-31T16:24:11+00:00

Farveita

Þjónustufyrirtæki sem selur fólki far með bíl í gegnum smáforrit (app) eða vefsíðu. Með appinu komast farþegar í beint samband við bílstjóra og geta borgað fyrir farið.

Farveita2019-10-31T16:05:51+00:00

Hamfarahlýnun

Hlýnun loftslags af mannavöldum, sem veldur náttúruhamförum, s.s. hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar og meiri öfgum í veðurfari.

Hamfarahlýnun2019-10-18T22:53:39+00:00

Flugskömm

Skömm eða samviskubit (flugviskubit) sem flugfarþegar fá yfir því að ferðast með flugvél, vegna slæmra umhverfisáhrifa frá flugferðum.

Flugskömm2019-10-17T23:14:17+00:00

Kulnun

Kulnun Nafnorð | Kvenkyn Vanlíðan, þreyta eða [...]

Kulnun2019-10-17T23:01:40+00:00

Avókadóslys

Slys af völdum óvarlegrar meðhöndlunar á avókadó (lárperu). Slysið felst í því að menn skera sig í fingur eða lófa þegar verið er að skera ávöxtinn niður.

Avókadóslys2019-09-27T14:05:02+00:00

Lífskjaraflóttamaður

Sá eða sú sem flýr undan lífskjörum sínum, í leit að betra lífi á öðrum stað, oft í öðru landi.

Lífskjaraflóttamaður2019-09-25T00:45:04+00:00