Falsskjálfti

Jarðskjálfti sem kemur fram á jarðskjálftamælum vegna villu, t.d. í tölvukerfum, en reynist ekki raunverulegur við nánari athugun.

Falsskjálfti2021-04-03T14:21:39+00:00

Óróapúls

Óróapúls Nafnorð | Kvenkyn Mikill fjöldi lítilla [...]

Óróapúls2021-04-03T03:09:57+00:00

Gosórói

Gosórói Nafnorð | Karlkyn Röð af smáskjálftum. [...]

Gosórói2021-04-03T02:47:54+00:00

Mótefnabílstjóri

Leigubílstjóri sem sækir farþega á flugvöll eftir heimkomu frá útlöndum og skutlar þeim í bæinn. Viðkomandi leigubílstjóri er þá búinn að smitast og jafna sig á Covid og er því með mótefni gegn veirunni.

Mótefnabílstjóri2021-04-03T01:48:18+00:00

Kófhiti

Veikindatilfinning sem fólk fær þegar sjúkdómar eru mikið í daglegri umræðu. Þá telja menn sig finna fyrir sjúkdómseinkennum, þó þeir séu ekki veikir í alvörunni.

Kófhiti2020-10-09T22:26:08+00:00

Faðmflótti

Ástand sem skapast á tímum samkomubanns, þegar viðhalda þarf ákveðinni samskiptafjarlægð. Felst í því að fólk getur ekki faðmast eins og venjulega.

Faðmflótti2020-04-12T15:24:17+00:00

Koviðmágur

Einstaklingur sem smitar mann af Covid-19 veirunni, sem smitar svo annan. Sá fyrsti og síðasti í röðinni eru þá orðnir koviðmágar.

Koviðmágur2020-04-12T15:25:25+00:00

Sófasérfræðingur

Sá eða sú sem telur sig hafa vit á öllum hlutum og málefnum sem eru í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni.

Sófasérfræðingur2020-04-11T00:01:00+00:00
Go to Top