Kófhiti

Veikindatilfinning sem fólk fær þegar sjúkdómar eru mikið í daglegri umræðu. Þá telja menn sig finna fyrir sjúkdómseinkennum, þó þeir séu ekki veikir í alvörunni.

Kófhiti2020-10-09T22:26:08+00:00

Faðmflótti

Ástand sem skapast á tímum samkomubanns, þegar viðhalda þarf ákveðinni samskiptafjarlægð. Felst í því að fólk getur ekki faðmast eins og venjulega.

Faðmflótti2020-04-12T15:24:17+00:00

Koviðmágur

Einstaklingur sem smitar mann af Covid-19 veirunni, sem smitar svo annan. Sá fyrsti og síðasti í röðinni eru þá orðnir koviðmágar.

Koviðmágur2020-04-12T15:25:25+00:00

Sófasérfræðingur

Sá eða sú sem telur sig hafa vit á öllum hlutum og málefnum sem eru í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni.

Sófasérfræðingur2020-04-11T00:01:00+00:00

Sóttkvíði

Ótti eða kvíði yfir því að smitast af sjúkdómi, s.s. Covid-veirunni. Kvíði yfir ástandi sem skapast vegna ástands sem Covid-19-veiran veldur.

Sóttkvíði2020-04-09T21:41:32+00:00

Samskiptafjarlægð

Fjarlægð sem mælst er til þess að sé á milli fólks þegar það talar saman eða hefur samskipti sín á milli meðan reynt er að hefta útbreiðslu covid-19 veirunnar.

Samskiptafjarlægð2020-03-25T23:40:33+00:00

Kóviti

Kóviti Nafnorð | Karlkyn Sá eða sú [...]

Kóviti2020-03-23T11:53:57+00:00

Jólajeppi

Sá eða sú sem „er ekki með þetta“. Hálfviti. Einhver sem stígur ekki í vitið eða stendur sig illa.

Jólajeppi2019-12-27T23:27:49+00:00

Jólasóði

Sá eða sú sem hefur jólaskraut uppi óþarflega lengi. Hengir það upp í október eða nóvember og tekur það niður í febrúar eða mars.

Jólasóði2019-12-23T19:20:08+00:00
Go to Top