Jóðflóð

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

  1. Veisla sem vinkonur halda til heiðurs verðandi móður í vinkvennahópnum, oft án vitneskju móðurinnar fyrr en hún mætir í veisluna. Móðurinni eru færðar gjafir sem nýtast barninu þegar það fæðist.
    Íslensk þýðing á hugtakinu baby shower.
  2. Skyndileg fjölgun á barnsfæðingum.

Uppruni

Orðið í fyrri merkingunni heyrðist fyrst í febrúar 2024. En hefur líklega verið notað eitthvað lengur, a.m.k. tveimur árum lengur.

Í seinni merkingunni var orðið notað í Þjóðviljanum 27. mars 1987. En hefur lítið sem ekkert heyrst síðan þá.

Dæmi um notkun

„Í síðarnenfnda landinu kynni hinsvegar að draga til tíðinda því þar var uppgangs- og bjartsýnisskeiðið síðar á ferðinni og þar af leiðandi einnig fylgifiskurinn, jóðflóð tímgunargleðinnar.“

(Þjóðviljinn 27. mars 1987).

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni