Um vefinn

Orðabókin.is er íslensk nýyrða- og slangurorðabók. Hún er opin öllum án endurgjalds. Hún verður í stöðugri endurnýjun, því notendum hennar gefst kostur á að senda inn tillögur, ábendingar og leiðréttingar.

Hér verður mest áhersla lögð á íslensk slangurorð, nýyrði og gömul orð sem hafa fengið nýja merkingu.

Vefurinn er ekki hugsaður sem alfræðirit. Ætlunin er að birta stuttar skýringar við hvert orð, dæmi um notkun orðsins, skýringarmyndir, myndbönd og hljóðdæmi eftir því sem við á.

Ef þú ert með hugmynd eða rekst á eitthvað sem betur mætti fara máttu senda skilaboð. Annað hvort með forminu neðst í hverri orðskýringu eða með því að senda inn nýtt orð.

Algengar spurningar

Orðabókin er upphaflega lokaverkefni í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Umsjónarmaður, ritstjóri og eigandi hennar er Atli Týr Ægisson.

Upphafið má rekja til ársins 2012. Þá útskrifaðist höfundurinn úr B.A.-námi í íslensku við Háskóla Íslands. Eftir útskrift fékk hann fljótlega hugmynd um að búa til einhvers konar íslenska orðabók á vefformi. Hugmyndin varð samt ekki að veruleika strax.

Árið 2015 hóf höfundur nám í Hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Hugmyndin að Orðabókinni kom með þangað, þar sem hún þróaðist og slípaðist.

Vefurinn var svo opnaður í janúar 2017, á sama tíma og fræðilega hluta verkefnisins var skilað.

Greinargerð með vefnum má lesa á Skemmunni.

Í Orðabókinni er áherslan lögð á nýyrði, slangurorð og gömul orð sem hafa fengið nýja merkingu. Hér hafa einnig birst orð sem ekki hafa verið mikið notuð í gegnum árin, en verða svo skyndilega á allra vörum.

Orðabókin er ekki alfræðirit, heldur er áhersla lögð á stuttar skýringar, yfirleitt ekki lengri en 300 orð.

Já, í fyllingu tímans. Fyrst þarf að safna nógu mörgum orðum.

Þegar 400 orða múrinn verður rofinn verður farið að huga að prentútgáfu Orðabókarinnar. Lesendur sem vilja sjá það gerast eru hvött til að vera dugleg að senda tillögur að nýjum orðum.

Já, eins og þú vilt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Textinn í Orðabókinni er gefin út undir Creative commons höfundarleyfi.

Þú mátt:

  • afrita hann og birta á hvernig formi sem er.
  • breyta honum og bæta eftir eigin höfði.

Ef þú aðeins:

  • Vísar í heimild og tekur fram ef einhverju hefur verið breytt.
  • Notar hann ekki í auglýsinga- eða gróðaskyni.
  • Deilir efninu undir sama höfundarleyfi ef þú breytir því eða bætir við það.