Um vefinn

Orðabókin.is er íslensk veforðabók sem nota má án endurgjalds. Hún verður í stöðugri endurnýjun, því notendum hennar gefst kostur á að senda inn tillögur, ábendingar og leiðréttingar.

Hér verður mest áhersla lögð á íslensk slangurorð, nýyrði og gömul orð sem hafa fengið nýja merkingu.

Vefurinn er ekki hugsaður sem alfræðirit. Ætlunin er að birta stuttar skýringar við hvert orð, dæmi um notkun orðsins, skýringarmyndir, myndbönd og hljóðdæmi eftir því sem við á.

Ef þú ert með hugmynd eða rekst á eitthvað sem betur mætti fara máttu senda skilaboð. Samskiptaformið er neðst á síðunni.

Orðabókin.is er hluti af lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og var opnuð í ársbyrjun 2017. Eigandi og ritstjóri vefsins er Atli Týr Ægisson.

Greinargerð með vefnum má nálgast á Skemmunni.

Róm var ekki byggð á einum degi – og ekki heldur þessi vefur. Svona veforðabók er í raun aldrei tilbúin, því sífellt er hægt að bæta við hana, breyta og stækka.

Í upphafi verður vefurinn bara sýnishorn af orðabókinni. Orðasafnið á eftir að stækka með tímanum.

Notendur eru því beðnir velvirðingar ef eitthvað vantar í orðabókina. En öllum er frjálst að leggja til ný orð í safnið. Vefurinn verður til með aðstoð notenda.

Já, eins og þú vilt. Vefurinn er gefinn út undir höfundarleyfinu Creative commons.

Þú mátt afrita efnið og dreifa því að vild með eftirtöldum skilmálum:

  • Þú verður að geta þess hvaðan efnið er fengið.
  • Þú verður að dreifa efninu áfram undir sömu skilmálum.

Það má einnig afrita efnið úr hlaðvarpinu og dreifa því áfram með eftirtöldum skilmálum:

  • Þú verður að geta þess hvaðan efnið er fengið.
  • Ekki má dreifa efninu í hagnaðarskyni.
  • Ekki má búa til ný verk úr efninu án leyfis.

Já. Í fyllingu tímans.

Fyrst þarf að safna nógu mörgum orðum. Þegar 400 orða múrinn verður rofinn verður farið að huga að prentútgáfu Orðabókarinnar.

Lesendur sem vilja sjá það gerast eru hvattir til að vera duglegir að senda tillögur að nýjum orðum og hvetja aðra til að gjöra slíkt hið sama.

Nýjustu orðin:

Nýjasta hlaðvarpið: