About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 185 blog entries.

Forréttindablinda

Það þegar fólk tekur ekki eftir því að það nýtur efnahagslegra eða félagslegra forréttinda af einhverju tagi.

Forréttindablinda2019-07-19T01:12:46+00:00

Lausríðandi

Sá eða sú sem er einhleyp/-ur, á ekki maka, kærustu/kærasta eða eiginkonu/eiginmann, en er e.t.v. í makaleit.

Lausríðandi2019-07-17T13:14:55+00:00

Pappakassi

Aumingi. Sá eða sú sem stendur sig illa í einhverju. Orðið er einkum notað í þessari merkingu af íþróttamönnum og í íþróttaumfjöllun.

Pappakassi2019-06-17T00:05:15+00:00

Dagskrárvald

Vald sem tiltekið fólk, stofnanir, fyrirtæki eða hópar fólks (t.d. stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar eða samfélagsmiðlar) hafa til að stýra umræðu, ákveða hvaða málefni eru í umræðunni meðal almennings og stjórna hvernig umræðan þróast.

Dagskrárvald2019-06-14T15:08:52+00:00

Gámagrams

Leit að ætum mat og öðrum nýtilegum verðmætum bak við matvöruverslanir.

Gámagrams2019-06-12T23:40:31+00:00

Kraftbirting

Glærusýning eða kynning sett fram með forritinu Powerpoint.

Kraftbirting2019-06-11T22:10:31+00:00