About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 223 blog entries.

Smitskömm

Skömm eða skömmustutilfinning yfir því að vera smitaður/smituð af covid-19-veirunni.

Smitskömm2020-04-13T15:02:55+00:00

Kórónotatilfinning

Ónotatilfinning vegna Covid-19-veirunnar (kóróna-veirunnar) og ástands sem skapast vegna hennar.

Kórónotatilfinning2020-04-13T15:05:21+00:00

Faðmflótti

Ástand sem skapast á tímum samkomubanns, þegar viðhalda þarf ákveðinni samskiptafjarlægð. Felst í því að fólk getur ekki faðmast eins og venjulega.

Faðmflótti2020-04-12T15:24:17+00:00

Koviðmágur

Einstaklingur sem smitar mann af Covid-19 veirunni, sem smitar svo annan. Sá fyrsti og síðasti í röðinni eru þá orðnir koviðmágar.

Koviðmágur2020-04-12T15:25:25+00:00

Kóviskubit

Óþarfa samviskubit eða áhyggjur yfir því að lifa ekki nógu samfélagsmiðlavænu lífi á meðan samkomubann stendur yfir.

Kóviskubit2020-04-11T18:13:06+00:00

Sótthvíld

Hvíld frá umræðum um smitsjúkdóma og Covid-19-veiruna og frá ástandi sem skapast vegna þessara hluta.

Sótthvíld2020-04-11T17:54:29+00:00

Sófasérfræðingur

Sá eða sú sem telur sig hafa vit á öllum hlutum og málefnum sem eru í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni.

Sófasérfræðingur2020-04-11T00:01:00+00:00

Lyngvist

Hvíld sem maður teku á göngu eða við útivist úti í náttúrunni, umvafinn berjalyngi.

Lyngvist2020-04-10T23:38:52+00:00

Mæðiskast

Hvíld sem maður tekur eftir mikla áreynslu, til að kasta mæðinni. Til dæmis eftir að hafa gengið rösklega.

Mæðiskast2020-04-10T23:40:25+00:00

Sóttkvíði

Ótti eða kvíði yfir því að smitast af sjúkdómi, s.s. Covid-veirunni. Kvíði yfir ástandi sem skapast vegna ástands sem Covid-19-veiran veldur.

Sóttkvíði2020-04-09T21:41:32+00:00
Go to Top