Umhverfiskvíði
Kvíði, áhyggjur eða vonleysi vegna neikvæðra breytinga á umhverfinu af mannavöldum. Sambærilegt við loftslagskvíða, en víðtækara, því kvíðinn tengist fleiri þáttum í umhverfinu en bara loftslaginu.
Uppruni
Orðið birtist líklega fyrst á prenti í Fréttablaðinu 17. febrúar 2007. Hefur verið nokkuð áberandi í umræðum um loftslags- og umhverfismál frá 2019, skv. leit á Google.
Dæmi um notkun
„Í heildina segja ríflega sextíu prósent fullorðinna Íslendinga umhverfiskvíða sinn almennt lítinn. Nærri 19 af hundraði segist hafa frekar, mjög eða gífurlega mikinn umhverfiskvíða.“
(RÚV, 28. febrúar 2023: Umhverfiskvíði virðist lítið hrjá Íslendinga)
ógeðslegt að umhverfiskvíði sé að bætast í flóru þess sem herjar á andlega heilsu fólks í dag, ástandið var slæmt fyrir.
— Sigvaldi (@sjalfansig) March 1, 2019
Sjórinn er að hitna, jöklarnir að hverfa, Ástralía er búin að standa í ljósum logum síðan í fyrra, þunglyndi og umhverfiskvíði er í hámarki.
— Bríet Blær 🌬️ (@thvengur) January 14, 2020
Íslensingar: akkurru e folk a halla sædunum sinnum í fljúgivelinni???!!!???