Flokkunarkvíði

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Kvíði eða áhyggjur yfir því að vera ekki með rusl rétt flokkað þegar því er skilað á endurvinnslustöðvar.

Flokkunarkvíði getur jafnvel orðið það mikill að menn sleppa því að flokka ruslið og henda því frekar í almennan úrgang.

Uppruni

Við leit á Google finnast dæmi um orðið frá 2008.

Orðið var svo áberandi í mars 2023, þegar sagt var frá því að flokka þyrfti plast í fjóra flokka áður en komið væri með það til endurvinnslu.

Dæmi um notkun

„Það er verið að æra óstöðuga Íslendinga þessa dagana – og það jafnvel í þeirra heimahúsum. Flokkun úrgangs er nefnilega að verða svo óhemju flókin að búast má við því að stórir flokkar manna muni glíma við flokkunarkvíða á næstu misserum og árum.“

(Fréttablaðið 21. mars 2023).

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni