Loftslagskvíði
Tilfinning sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna loftslagsbreytinga. T.d. að jörðin og heimurinn séu alveg að líða undir lok vegna mengunar og loftslagsbreytinga.
Uppruni
Leitarniðurstöður á Google sýna elstu dæmi um orðið frá 2011, í umræðum virkra í athugasemdum á Moggablogginu. Orðið komst svo á flug seinnihluta ársins 2018 með aukinni umræðu um loftslagsbreytingar.
Dæmi um notkun
„Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér.“