Flugviskubit

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Samviskubit sem flugfarþegar fá yfir því að ferðast með flugvél, vegna slæmra umhverfisáhrifa frá flugferðum.

Uppruni

Íslensk þýðing á sænska orðinu flygskam.

Fyrst notað opinberlega í september 2018.

Dæmi um notkun

„Á íslensku mætti þýða þetta hugtak sem flugskömm, eða jafnvel flugviskubit. Sem sagt, að skammast sín fyrir að ferðast með flugvél og taka þannig þátt í stórfelldum útblæstri koltvíoxíðs.“

(RÚV: Flugskömm og konur í háloftunum)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni