Málfarslögreglan snýr aftur úr löngu og góðu Covid-fríi, skoðar nýyrði og gömul orð sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga úr Kófinu, gefur Virkum góð ráð og svarar bréfum frá hlustendum.

  • Hvað er þetta með faraldsfræði?
  • Hví er skrifað kví?
  • Förum við til Osló, Ósló eða Óslóar?
  • Látum við deigan drúpa?

Svör við þessum spurningum gætu leynst í sautjánda þætti.