Umhverfiskvíði

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Kvíði, áhyggjur eða vonleysi vegna neikvæðra breytinga á umhverfinu af mannavöldum. Sambærilegt við loftslagskvíða, en víðtækara, því kvíðinn tengist fleiri þáttum í umhverfinu en bara loftslaginu.

Uppruni

Orðið birtist líklega fyrst á prenti í Fréttablaðinu 17. febrúar 2007.  Hefur verið nokkuð áberandi í umræðum um loftslags- og umhverfismál frá 2019, skv. leit á Google.

Dæmi um notkun

„Í heildina segja ríflega sextíu prósent fullorðinna Íslendinga umhverfiskvíða sinn almennt lítinn. Nærri 19 af hundraði segist hafa frekar, mjög eða gífurlega mikinn umhverfiskvíða.“

(RÚV, 28. febrúar 2023: Umhverfiskvíði virðist lítið hrjá Íslendinga)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni