Pungrotta

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Karlrembusvín.

Karlmaður sem meðvitað eða ómeðvitað setur sig ofar konum og finnst sjálfsagt að þær séu undirgefnar karlmönnum.

Uppruni

Var líklega fyrst notað í þessari merkingu í desember 1976.

Forvitin rauð: Hvað er pungrotta?

Dæmi um notkun

„Það var svo sem auðvitað að loksins þegar kemur fram rokkhljómsveit skipuð konum eingöngu þá hella pungrotturnar úr skálum reiði sinnar og finna henni flest til foráttu.“

(Dagblaðið 28. apríl 1981: Pungrottuskrif um Grýlurnar).

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni