Pungrotta
Karlrembusvín.
Karlmaður sem meðvitað eða ómeðvitað setur sig ofar konum og finnst sjálfsagt að þær séu undirgefnar karlmönnum.
Uppruni
Var líklega fyrst notað í þessari merkingu í desember 1976.
Dæmi um notkun
„Það var svo sem auðvitað að loksins þegar kemur fram rokkhljómsveit skipuð konum eingöngu þá hella pungrotturnar úr skálum reiði sinnar og finna henni flest til foráttu.“
🐀Bring back orðið pungrotta 🐀ætla að byrja að nota þetta pic.twitter.com/0Kfx3suq8z
— Emma (@tilhvers) September 10, 2021