Menndurtekning

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Það þegar kona leggur eitthvað til málanna, t.d. hugmynd eða tillögu, án þess að á hana sé hlustað, en þegar karlmaður leggur það sama til málanna er hlustað á hann og tekið mark á orðum hans og honum jafnvel eignaður heiðurinn að þeim.

Dæmi um notkun

Samtök kvenna í vísindum, SKVÍS, standa fyrir ráðstefnu þar sem fara á yfir hrútskýringar og menndurtekningar og skilgreiningar á því.

(Rúv.is: Ætla að bregðast við hrútskýringum)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni