Heilarotnun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Versnandi andlegt eða vitsmunalegt ástand fólks sem neytir of mikils af léttvægu efni af samfélagsmiðlum.

Getur líka átt við um fólk sem er of fast inni í heimi tölvuleikja.

Uppruni

Birtist fyrst á prenti, skv. Tímaritavefnum, í Morgunblaðinu 29. júlí 2007.

Komst svo í fréttir í desember 2024 í fréttum um orð ársins hjá Oxford-háskóla.

Dæmi um notkun

„Nýleg rannsókn á vegum Texas-háskóla í Austin, Texas A&M-háskóla og Purdue-háskóla bendir til þess að gervigreindardrifin tungumálalíkön geti þróað með sér einkenni sem svipar til svonefndrar „heilarotnunar“ ef þau eru þjálfuð með ruslefni sem birtist gjarnan í veitum samfélagsmiðla.“

(RÚV, 1. nóvember 2025: Gervigreind fær líka heilarotnun á samfélagsmiðlum).

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni