Áhrifavaldur

Nafnorð | Karlkyn

Notandi samfélagsmiðla (t.d. Snapchat eða Instagram) sem hefur fjölda fylgjenda, oftast nokkur þúsund eða fleiri.

Áhrifavaldar kynna oft vöru og þjónustu á samfélagsmiðlum, yfirleitt gegn greiðslu frá seljendum eða framleiðendum.

Áhrifavaldur var valið orð ársins 2018 af lesendum Ordabokin.is.

Dæmi um notkun

„Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur.“
(Guðmundur Tómas Axelsson, Vísir.is)

„Á Íslandi eru gríðarlega margir notendur samfélagsmiðla sem myndu teljast áhrifavaldar, eða influencers.“
(Nútíminn)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

    Nafn:

    *Netfang:

    *Ábending:

    Nýjustu orðin:

    Nýjasta hlaðvarpið: