Staraþon
Það þegar horft er á marga sjónvarpsþætti eða kvikmyndir í röð með litlu eða engu hléi á milli. Yfirleitt myndir eða þætti sem eru í sömu mynda- eða þáttaröð.
Uppruni
Dæmi finnast um orðið allt frá árinu 2016.
Elsta dæmið er úr Fréttablaðinu 17. mars 2016.
Dæmi um notkun
Ég ætla að taka smá James Bond staraþon um helgina. Viltu vera með?
Mömmu finnst að það ætti að kalla það þegar maður binge horfir á sjónvarpsþátt staraþon. Ég er sammála henni.
— Laufey Haralds (@LaufeyH) July 11, 2016
Finnst að íslenska orðið fyrir binge-watching ætti að vera staraþon.
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) June 27, 2017