Sófasérfræðingur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sá eða sú sem telur sig hafa vit á öllum hlutum og málefnum sem eru í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Telur sig jafnvel vita betur um hlutina en allir aðrir. Segir frá skoðunum sínum og hugmyndum á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fréttamiðla á meðan hann/hún situr heima hjá sér uppi í sófa.

Sófasérfræðingum fjölgaði mikið í mars 2020, eftir að Covid-19-faraldurinn braust út.

Uppruni

Við leit á Google finnst dæmi um orðið frá 5. maí 2001, á mbl.is.

Varð meira áberandi um og upp úr 2008, eftir því sem almenningur fór að tjá sig meira á samfélagsmiðlum.

Dæmi um notkun

„Það hverf­ur lík­leg­ast seint úr manna minn­um árið sem við rétt töpuðu fyr­ir “upp­blásnu sænsku Abba Barbie-dúkk­unni”, eins og sjálf­skipaðir sófa­sér­fræðing­ar í Evr­óvi­sjón­fræðum kölluðu Char­lotte Nil­son svekkt­ir og full­viss­ir um að ljósu lokk­arn­ir og þröngi kjóll­inn hafi ekki verið annað en her­bragð Svía til þess að ræna af okk­ur titl­in­um.“

(Mbl.is 5. maí 2001: Hinn gullni meðalvegur)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.