Kóviti

  • Nafnorð

  • Karlkyn

  1. Sá eða sú sem hamstrar vörur að nauðsynjalausu, s.s. klósettpappír eða matarbirgðir til lengri tíma en viku.
  2. Sá eða sú sem virðir ekki fyrirmæli stjórnvalda til að fyrirbyggja útbreiðslu Covid-19-veirunnar, s.s. um sóttkví eða samkomubann.
  3. Sá eða sú sem telur sig vita allt um veiru- og/ eða faraldsfræði án þess að vera menntaður/menntuð í faginu. Skrifar á samfélagsmiðla og í athugasemdakerfi fréttavefja og reynir að segja stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldum hvernig þau eiga að vinna vinnuna sína.

Uppruni

Orðið kom fyrst fram í mars 2020 eftir að Covid-19 veiran varð að heimsfaraldri.

Dæmi um notkun

Sjáðu þennan mann! Með fulla innkaupakerru af klósettpappír! Hann er nú meiri kóvitinn!

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni