Andskynsemi

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Orð eða aðgerðir sem innihalda eða dreifa röngum upplýsingum.

Fínt orð yfir bull og vitleysu. Til dæmis það sem sjálfskipaðir sérfræðingar á samfélagsmiðlum (kóvitar og sófasérfræðingar) segja um málefni sem eru í umræðu hverju sinni, án þess að hafa vit eða þekkingu á þeim.

Uppruni

Orðið kom fram í viðtali við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í janúar 2021.

Hefur þó verið til mun lengur. Elsta prentaða dæmið á vefnum timarit.is er úr Tímariti Máls og menningar frá árinu 1971.

Dæmi um notkun

„„Það er áhyggju­efni hversu út­breidd and­skyn­semi eða andupp­lýs­ing­ar er nú á tím­um,“ seg­ir Jón Atli og vís­ar þar til þeirra sem hafa hvata af því að dreifa röng­um upp­lýs­ing­um á fram­færi.“

(Mbl.is 27. janúar 2021)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni