Andskynsemi

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Orð eða aðgerðir sem innihalda eða dreifa röngum upplýsingum.

Fínt orð yfir bull og vitleysu. Til dæmis það sem sjálfskipaðir sérfræðingar á samfélagsmiðlum (kóvitar og sófasérfræðingar) segja um málefni sem eru í umræðu hverju sinni, án þess að hafa vit eða þekkingu á þeim.

Uppruni

Orðið kom fram í viðtali við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í janúar 2021.

Hefur þó verið til mun lengur. Elsta prentaða dæmið á vefnum timarit.is er úr Tímariti Máls og menningar frá árinu 1971.

Dæmi um notkun

„„Það er áhyggju­efni hversu út­breidd and­skyn­semi eða andupp­lýs­ing­ar er nú á tím­um,“ seg­ir Jón Atli og vís­ar þar til þeirra sem hafa hvata af því að dreifa röng­um upp­lýs­ing­um á fram­færi.“

(Mbl.is 27. janúar 2021)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.