Áhrifavaldur
Notandi samfélagsmiðla (t.d. Snapchat eða Instagram) sem hefur fjölda fylgjenda, oftast nokkur þúsund eða fleiri.
Áhrifavaldar kynna oft vöru og þjónustu á samfélagsmiðlum, yfirleitt gegn greiðslu frá seljendum eða framleiðendum.
Áhrifavaldur var valið orð ársins 2018 af lesendum Ordabokin.is.
Dæmi um notkun
„Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur.“
(Guðmundur Tómas Axelsson, Vísir.is)
„Á Íslandi eru gríðarlega margir notendur samfélagsmiðla sem myndu teljast áhrifavaldar, eða influencers.“
(Nútíminn: Hversu frægir eru áhrifavaldar Íslands? Þekkir þú þau öll? Taktu prófið!)