Váhrifaskvaldur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sá eða sú sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðlum, fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns.

Hefur fjölda fylgjenda á bakvið sig og fær oft borgað fyrir að auglýsa vöru eða þjónustu frá fyrirtækjum.

Uppruni

Orðið var fyrst notað opinberlega í september 2021.

Dæmi um notkun

„Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur.“

(Lárus Jón Guðmundsson: Váhrifaskvaldrar, samfélagsbítar og égarar – visir.is)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni