Heimkomusmitgát
Aðgát sem íslenskir ríkisborgarar verða að sýna í fjóra til fimm daga eftir að hafa komið heim frá útlöndum og hafa farið í sýnatöku á landamærum við heimkomu.
Uppruni
Var fyrst notað í júlí 2020 eftir að fyrstu bylgju Covid-19 faraldursins var lokið og farið var að slaka á sóttvarnarráðstöfunum.
Dæmi um notkun
„Þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og fara í sýnatöku á landamærunum eiga að viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fjóra til fimm daga, að því er kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar.“