Kófið

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Tímabil sem hafa komið og farið frá og með vorinu 2020. Lýsa sér í bylgjum smita, þar sem tugir eða hundruð manna smitast af Covid-19-veirunni á hverjum degi og baráttunni við að halda smitum í skefjun.

Fyrsta kófið stóð frá byrjun mars fram í miðjan maí 2020.

Uppruni

Fyrst notað í þessari merkingu vorið 2020.

(RÚV, 3. júní 2020: Kóviti, kóvítið og kófið)

Dæmi um notkun

„Það er undir okkur sjálfum komið, hverjum og einum og í hópum, að gæta að því að kófið valdi ekki of miklum andlegum skaða.“

(Fréttablaðið 22. maí 2020: Loftilla, dáðlausa lognmollu hrekjum).

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.