Sóttkví

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Úrræði sem beitt er til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóms.

Felst í því að menn eða dýr þurfa að vera lokuð af í tiltekinn tíma, þegar hætta er á því að þau hafi smitast af sjúkdómi en hafa ekki einkenni hans.

Uppruni

Hefur þekkst í íslensku a.m.k. síðan í upphafi 20. aldar. Birtist fyrst í Ísafold 27. júní 1900.

Mikið notað í daglegu tali í umræðu um Covid-19-veiruna frá og með vorinu 2020.

Dæmi um notkun

„Það að vera í sóttkví þýðir ekki að þú þurfir að loka þig af svo lengi sem þú ferð að öllu með gát.“

(Kjarninn, 16. mars 2020: Hvernig skal haga sér í sóttkví: Lítil hætta á að smita aðra í gönguferð)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni