Veðurstofusumar
Tímabilið frá 1. júní til 30. september.
Þ.e. tímabilið sem litið er á sem sumar á Íslandi, skv. Veðurstofu Íslands.
Uppruni
Elsta skriflega dæmi sem finnst á Tímarit.is er frá árinu 2017.
Dæmi um notkun
„Veðurstofan hefur gert upp svokallað „veðurstofusumar“ sem nær yfir mánuðina júní til september, að báðum mánuðum meðtöldum.“
(Morgunblaðið, 5. október 2017: Sumarið hlýtt og sólríkt í borginni).