Sólviskubit
Samviskubit eða vanlíðan sem Íslendingar fá yfir því að vera inni en ekki úti að gera eitthvað þegar sólin lætur sjá sig.
Uppruni
Hefur einkum verið notað af íslenskum Twitter-notendum og á líklega uppruna sinn meðal þeirra.
Upphafsmaður orðsins er ókunnur. Dæmi finnast um orðið frá árinu 2012:
Sólviskubit: Skömmin yfir því að hafa ekki farið í Nauthólsvík, löns á Austurvelli, í piknikk, sólbað eða sund á sólardegi. #nýyrðidagsins
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) July 25, 2013
Dæmi um notkun
Ég get ekki verið inni í þessu veðri. Ég fæ svo mikið sólviskubit. Ég er farinn á ströndina í Nauthólsvík.