Skrifstofufárviðri

Nafnorð | Hvorugkyn

Gott veður.
Blíðviðri.
Sumar og sól.
Veður sem skrifstofufólk vill vera úti í frekar en inni að vinna.

Uppruni

Elsta prentaða dæmi um orðið er í Vísi 28. maí 1975.

Dæmi um notkun

„Nú skín sól upp á hvern einasta dag, og það hefur hýrnað yfir fólkinu svo um munar. Nema skrifstofufólkinu. Það kallar blíðuna „skrifstofufárviðri“.“

(Vísir, 28. maí 1975)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

    Nafn:

    *Netfang:

    *Ábending:

    Nýjustu orðin:

    Nýjasta hlaðvarpið: