Vakavörun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Viðvörun um að texti, mynd eða myndband innihaldi efni sem gæti valdið óhug eða komið fólki í einhvers konar uppnám.

Íslensk þýðing á enska hugtakinu Trigger warning.

Uppruni

Líklega upprunnið hjá Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessor í íslensku, í október 2024.

Dæmi um notkun

„Út frá þessu mætti svo búa til orðið trámavakavörun sem felur þá í sér að varað er við því að eitthvað gæti vakið upp tráma. Ef þetta þykir of langt orð (þó styttra en áfallastreituröskun) má láta vakavörun nægja – þar er varað við að eitthvað kunni að vekjast upp en ekki tilgreint hvað, frekar en í trigger.“

Eiríkur Rögnvaldsson, 10. október 2024: Vakavörun

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni