Höskuldarviðvörun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Viðvörun um að texti eða orð geti eyðilagt spennu fyrir þeim sem vita ekki hvað gerist í tilteknum söguþræði.

Íslensk þýðing á enska hugtakinu „spoiler alert“.

Kennt við Höskuld Þórhallsson, alþingismann, sem fyrir misskilning sagði frá ráðherraskipan í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar 6. apríl 2016, áður en opinber tilkynning um hana hafði verið gefin út.

Uppruni

Birtist fyrst í íslenskum þýðingartexta við sjónvarpsþáttinn „Modern family“ á Stöð tvö 12. apríl 2016. Þýðandi var Arnór Hauksson.

Dæmi um notkun

Höskuldarviðvörun: Lesendur sem ekki hafa séð nýjustu Star-wars myndina ættu ekki að lesa þessa gagnrýni.

Höskuldarviðvörun

Höskuldur Þórhallsson.

Mynd fengin af vef Alþingis.

Upphaf Höskuldarviðvörunar:

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni