Höskuldarviðvörun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Viðvörun um að texti eða orð geti eyðilagt spennu fyrir þeim sem vita ekki hvað gerist í tilteknum söguþræði.

Íslensk þýðing á enska hugtakinu „spoiler alert“.

Kennt við Höskuld Þórhallsson, alþingismann, sem fyrir misskilning sagði frá ráðherraskipan í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar 6. apríl 2016, áður en opinber tilkynning um hana hafði verið gefin út.

Uppruni

Birtist fyrst í íslenskum þýðingartexta við sjónvarpsþáttinn „Modern family“ á Stöð tvö 12. apríl 2016. Þýðandi var Arnór Hauksson.

Dæmi um notkun

Höskuldarviðvörun: Lesendur sem ekki hafa séð nýjustu Star-wars myndina ættu ekki að lesa þessa gagnrýni.

Höskuldarviðvörun

Höskuldur Þórhallsson.

Mynd fengin af vef Alþingis.

Upphaf Höskuldarviðvörunar:

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.