Smáhrifavaldur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Áhrifavaldur sem hefur ekki nægilega marga fylgjendur á samfélagsmiðli samkvæmt viðmiðum auglýsingastofu en hefur samt marktæk áhrif á fylgjendur sína.

Íslensk þýðing á enska hugtakinu micro influencer.

Uppruni

Birtist fyrst á Twitter 20. apríl 2018, upphafsmaður þess er Örn Úlfar Sævarsson.

Var svo notað á vef RÚV 17. janúar 2019. Höfundur fréttarinnar er Nína Richter.

Dæmi um notkun

„Þá hefur komið upp nýtt hugtak í tengslum við þær skilgreiningar, þegar áhrifavaldur nær ekki þeirri lágmarks-fylgjendatölu sem auglýsingastofur setja, en hefur þó marktæk áhrif, og þá sé mögulega hægt að kalla viðkomandi „smáhrifavald“ (e. micro-influencer).“

(Rúv.is: Meint svikamylla Instagram-áhrifavalds)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.