Tónögun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Svar við gagnrýni, þar sem athyglinni er beint að því hvernig gagnrýni er sett fram í stað þess að ræða gagnrýnina sjálfa. Beinist oft að einstaklingum sem sýna tilfinningar eins og reiði eða sorg í orðræðu. Athygli er beint að gagnrýnanda og frá gagnrýninni sjálfri. Veldur gagnrýnanda oft vanlíðan og rýrir gildi gagnrýninnar sjálfrar. Snjöll leið til að komast hjá uppbyggilegum og rökrænum samræðum.

Uppruni

Líklega fyrst notað í pistli á vef Sóleyjar Tómasdóttur 13. júní 2025.

Dæmi um notkun

Til að skilja hegðunarmynstur og kerfisbundna þöggun er gott að nýta drottnunaraðferðir Beritar Ås (sem ég hef áður skrifað um hér) en jafnframt að kynna sér, læra og nota hugtökin sem hafa verið sett á hegðunina, s.s. hrútskýringar, mennturtekningar, hannúð, tilkall og svo það sem Jón beitti fyrir meira en áratug síðan og ég kunni ekki að skilgreina þá; tónögun (e. tone policing).

(Sóley Tómasdóttir: Hugleiðing vikunnar: Reiðar konur)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni