Samsæringur
Sá eða sú sem býr til, dreifir eða trúir samsæriskenningum.
Uppruni
Orðið var líklega fyrst notað árið 2016.
Dæmi um notkun
„Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett.“
(„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Vísir.is. 3. ágúst 2022).