Pirripú
Pirraður/pirruð. Lýsir pirringi eða óþoli gagnvart einhverju. En oft á léttum nótum.
Uppruni
Mest notað á samfélagsmiðlum og áður bloggi, þegar það var upp á sitt besta. En líka í fréttum og jafnvel í sölum Alþingis.
Orðið á líklega uppruna sinn í bloggi einhverntíma á fyrsta áratug 21. aldar. Við leit á Google finnast dæmi allt frá 2006. Ekki er vitað hver byrjaði að nota orðið.