Pirripú

  • Lýsingarorð

Pirraður/pirruð. Lýsir pirringi eða óþoli gagnvart einhverju. En oft á léttum nótum.

Uppruni

Mest notað á samfélagsmiðlum og áður bloggi, þegar það var upp á sitt besta. En líka í fréttum og jafnvel í sölum Alþingis.

Orðið á líklega uppruna sinn í bloggi einhverntíma á fyrsta áratug 21. aldar. Við leit á Google finnast dæmi allt frá 2006. Ekki er vitað hver byrjaði að nota orðið.

Dæmi um notkun

„já ég er pirripú út í veður & vind.“

(Af blogginu Ævintýramórall, 29. apríl 2006)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni