Lúxusvandamál

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Vandamál sem koma upp í daglegu lífi eða lifnaðarháttum venjulegra vesturlandabúa. Oft tengt offramboði eða mörgum góðum valkostum. Vandamálin þurfa ekki endilega að vera slæm.

Uppruni

Elsta prentaða dæmi um orðið er úr Þjóðviljanum 24. febrúar 1976.

Dæmi um notkun

Lúxusvandamál dagsins: Ég þoli ekki að gleyma hleðslutækinu heima og vera með batteríslausan síma áður en dagurinn er búinn.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni