Fordæmalaus

  • Lýsingarorð

Einhver (eða eitthvað) sem á sér ekki hliðstæðu, er áður óþekkt eða hefur aldrei gerst áður.

Uppruni

Orðið var mikið notað og varð að tískuorði vorið 2020 í tengslum við Covid-19-faraldurinn (kófið) og þá einkum í samhenginu „fordæmalausir tímar“ eða „fordæmalausar aðstæður“.

Hefur þó verið til í íslensku um árabil. Elsta dæmið á prenti sem finnst á vefnum timarit.is er úr Tímanum 8. febrúar 1930.

Dæmi um notkun

„Nú fer í hönd fordæmalaus tími þar sem við þurfum öll að standa saman og sýna samfélagslega ábyrgð í því hvernig við heftum COVID-19 faraldurinn.“

(Fréttablaðið 21. mars 2020)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni