Fordæmalaus

  • Lýsingarorð

Einhver (eða eitthvað) sem á sér ekki hliðstæðu, er áður óþekkt eða hefur aldrei gerst áður.

Uppruni

Orðið var mikið notað og varð að tískuorði vorið 2020 í tengslum við Covid-19-faraldurinn (kófið) og þá einkum í samhenginu „fordæmalausir tímar“ eða „fordæmalausar aðstæður“.

Hefur þó verið til í íslensku um árabil. Elsta dæmið á prenti sem finnst á vefnum timarit.is er úr Tímanum 8. febrúar 1930.

Dæmi um notkun

„Nú fer í hönd fordæmalaus tími þar sem við þurfum öll að standa saman og sýna samfélagslega ábyrgð í því hvernig við heftum COVID-19 faraldurinn.“

(Fréttablaðið 21. mars 2020)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.