Eldsuppkomunæmi

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Fínt eða fræðilegt orð yfir líkur á eldgosi.

Uppruni

Orðið var líklega fyrst notað opinberlega í mars 2021 í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi á sama tíma. Elsta dæmi sem finnst við leit á Google er frá 4. mars 2021.

Dæmi um notkun

„Eldsuppkomunæmi reiknað kl 11 í morgun. Nú koma fram 4 möguleg svæði hvar eldur gæti komið upp.“

(Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands á Facebook, 4. mars 2021)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni