Gosórói

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Röð af smáskjálftum. Titringur sem stafar af eða tengist hreyfingu á bergkviku í jarðskorpunni.

Uppruni

Samkvæmt vefnum timarit.is birtist orðið fyrst á prenti í Tímanum árið 1976.

Orðið var mikið í fréttum og umræðu í febrúar og mars 2021 í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi.

Dæmi um notkun

„Mikill gosórói eða stöðugur titringur í jörðinni, sem fylgir eldgosum, hófst snemma morguns 31. október, og á eftir fylgdi jarðskjálftahrina, sem smádró úr, unz henni lauk á þriðjudagsmorgun.“

(Tíminn, 5. nóvember 1976)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni