Óróapúls

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu millibili.

Uppruni

Orðið mun fyrst hafa birst á prenti á litlum og óáberandi stað í tímariti Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í desember 2014, skv. vefnum timarit.is.

Það var svo á allra vörum í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi í febrúar og mars 2021.

Dæmi um notkun

„Óróa­púls hófst kl. 14:20 og mæl­ist á flest­um jarðskjálfta­mæl­um og er staðsett­ur suður af Keili við Litla-Hrút.“

(Mbl.is, 3. mars 2021: Óróapúls merki um eldgos í vændum).

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.