Drægnikvíði

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Áhyggjur eða kvíði hjá ökumönnum rafmagnsbíla, yfir því að ná ekki áfangastað á hleðslunni á rafbílnum. Að hugsanlega verði rafhlaðan tóm áður en komið er á leiðarenda.

Getur líka átt við um hjólreiðafólk sem ferðast á rafmagnshjólum.

Uppruni

Var fyrst notað árið 2019. Við leit á Google finnast dæmi allt frá mars 2019.

Dæmi um notkun

„Hleðsluflutningur eykur öryggi rafbílaeigenda og dregur úr drægnikvíða.“

(Félag íslenskra bifreiðaeigenda)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni