Hleðslukvíði

  • Nafnorð

  • Karlkyn

  1. Kvíði eða áhyggjur yfir því að rafhlaðan í símanum tæmist við óheppilegar aðstæður. T.d. úti á djamminu eða á ferðalögum þar sem engin rafmagnsinnstunga er nærri.
  2. Kvíði yfir því að rafmagnið klárist í rafmagnsbíl eða rafmagnshjóli áður en komið er á leiðarenda, eða þegar engin hleðslustöð er nálægt.

Uppruni

Við leit á Google finnast dæmi um orðið frá 2019.

Upphafsmaður þess er ekki þekktur.

Dæmi um notkun

„„Þetta var þegar Buzz var enn bara hugmynd og við vorum rétt komnir með nafnið,“ segir Einar, sem bætir því við að eitt markmiða Buzz sé að eyða svokölluðum „hleðslukvíða“ hjá fólki, sem sé raunverulegt vandamál samkvæmt rannsóknum úti í heimi.“

(Vísir.is, 31. mars 2022: Vilja eyða hleðslukvíða á djamminu)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni