Bókaþynnka
Saknaðartilfinning sem lesendur fá eftir að hafa klárað að lesa bók en eru ekki tilbúnir að kveðja söguheiminn.
Uppruni
Orðið hefur verið til a.m.k. frá júní 2019
Dæmi um notkun
„Í sumarfríinu höfum við loksins tíma til að lesa allan liðlangan daginn! Þið þekkið eflaust tilfinninguna að hafa hámað í ykkur góða bókaseríu þar sem sagan skilur mikið eftir sig og maður vill helst fá framhaldsbók, ekki seinna en strax. Þetta kallast bókaþynnka! Okkur langar að vita hvernig ykkur leið síðast þegar þið funduð fyrir þessari tilfinningu, en við biðjum ykkur um að lýsa henni í gif-formi!“
(Borgarbókasafnið).