Bjálkablinda

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Það að taka eftir göllum í fari samferðamanna sinna og gagnrýna þá sífellt, en gera ekkert í sínum eigin göllum og taka ekki eftir þeim.

Sótt í orðatiltækið að „sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin auga“.

Uppruni

Orðið heyrðist fyrst í júní 2021.

Dæmi um notkun

Hún Sigga er með svo svakalega bjálkablindu. Hún er alltaf að gagnrýna og tala illa um fólk á samfélagsmiðlum. Svo gerir hún sér ekki grein fyrir því hvað hún er sjálf leiðinleg.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni