Bjálkablinda

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Það að taka eftir göllum í fari samferðamanna sinna og gagnrýna þá sífellt, en gera ekkert í sínum eigin göllum og taka ekki eftir þeim.

Sótt í orðatiltækið að „sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin auga“.

Uppruni

Orðið heyrðist fyrst í júní 2021.

Dæmi um notkun

Hún Sigga er með svo svakalega bjálkablindu. Hún er alltaf að gagnrýna og tala illa um fólk á samfélagsmiðlum. Svo gerir hún sér ekki grein fyrir því hvað hún er sjálf leiðinleg.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.