Karen

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Samheiti yfir hvítar, miðaldra konur í forréttindastöðu, sem eru ófeimnar við að láta vita af stöðu sinni.

Kona sem er dónaleg við afgreiðslufólk í verslunum. Kvartar yfir minnstu smáatriðum. Vill oft tala við verslunarstjórann, eða jafnvel lögreglu, til að niðurlægja afgreiðslufólkið. Endar oft á því að niðurlægja sjálfa sig.

Uppruni

Orðið í þessari merkingu kemur líklega frá Bandaríkjunum.

Kemur e.t.v. frá myndum eða myndböndum sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum á internetinu.

Sumir segja að orðið megi rekja til kvikmyndarinnar Mean girls. Aðrir segja að orðið sé úr uppistandi með Dane Cook.

Líklega fyrst notað á Íslandi fyrri hluta ársins 2020.

Dæmi um notkun

Viðskiptavinur: Ég heimta að fá að tala við verslunarstjórann.

Afgreiðslumaður: Ókei, Karen!

Hvað er Karen?

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.