Karen

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Samheiti yfir hvítar, miðaldra konur í forréttindastöðu, sem eru ófeimnar við að láta vita af stöðu sinni.

Kona sem er dónaleg við afgreiðslufólk í verslunum. Kvartar yfir minnstu smáatriðum. Vill oft tala við verslunarstjórann, eða jafnvel lögreglu, til að niðurlægja afgreiðslufólkið. Endar oft á því að niðurlægja sjálfa sig.

Uppruni

Orðið í þessari merkingu kemur líklega frá Bandaríkjunum.

Kemur e.t.v. frá myndum eða myndböndum sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum á internetinu.

Sumir segja að orðið megi rekja til kvikmyndarinnar Mean girls. Aðrir segja að orðið sé úr uppistandi með Dane Cook.

Líklega fyrst notað á Íslandi fyrri hluta ársins 2020.

Dæmi um notkun

Viðskiptavinur: Ég heimta að fá að tala við verslunarstjórann.

Afgreiðslumaður: Ókei, Karen!

Hvað er Karen?

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni