Falsskjálfti
Jarðskjálfti sem kemur fram á jarðskjálftamælum vegna villu, t.d. í tölvukerfum, en reynist ekki raunverulegur við nánari athugun.
Uppruni
Var líklega fyrst notað í lok mars 2021, í tengslum við jarðskjálftahrinuna og eldgosið á Reykjanesi í febrúar og mars.
Dæmi um notkun
„„Það geta komið falsskjálftar út frá villu í kerfinu,“ benti veðurfræðingurinn á þegar blaðamaður vísaði á vefsíðu Veðurstofunnar máli sínu til stuðnings.“
(mbl.is 24. mars 2021: Villa gaf í skyn stóran skjálfta við Keili)