Skjálftanæmni

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Tilfinning sem lýsir því hversu vel fólk tekur eftir jarðskjálftum eða finnur fyrir þeim.

Því meiri skjálftanæmni sem fólk hefur, því betur verður það vart við jarðskjálfta þegar þeir ríða yfir.

Uppruni

Var líklega fyrst notað í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesi í febrúar og mars 2021.

Dæmi um notkun

„Samkvæmt könnuninni virðist skjálftanæmni minnka þó nokkuð með aldri. 71 prósent fólks yngra en 30 ára hefur fundið mikið fyrir þeim en aðeins 32 prósent þeirra sem eru 60 ára og eldri.“

(RÚV 10. mars 2021: 12 prósent landsmanna hafa miklar áhyggjur af skjálftum)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni