Skjálftariða

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Einkenni af svima eða hreyfiveiki (s.s. bílveiki eða sjóveiki) sem fólk finnur fyrir eftir endurtekna jarðskjálfta.

Uppruni

Við leit á Google finnast dæmi frá 2015. En orðið var mikið í umræðunni í febrúar og mars 2021 eftir síendurtekna jarðskjálfta á Reykjanesi á u.þ.b. þriggja vikna tímabili.

Dæmi um notkun

„Hannes Petersen, prófessor við læknadeild HÍ, hefur mikið rannsakað svima og hreyfiveiki. Hann segir skjálftariðuna sannarlega raunverulega og skylda sjóveikinni.“

(RÚV 10. mars 2021: „Það er ekkert að þér, það er þetta sjúka undirlag“)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni