Skjálftariða

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Einkenni af svima eða hreyfiveiki (s.s. bílveiki eða sjóveiki) sem fólk finnur fyrir eftir endurtekna jarðskjálfta.

Uppruni

Við leit á Google finnast dæmi frá 2015. En orðið var mikið í umræðunni í febrúar og mars 2021 eftir síendurtekna jarðskjálfta á Reykjanesi á u.þ.b. þriggja vikna tímabili.

Dæmi um notkun

„Hannes Petersen, prófessor við læknadeild HÍ, hefur mikið rannsakað svima og hreyfiveiki. Hann segir skjálftariðuna sannarlega raunverulega og skylda sjóveikinni.“

(RÚV 10. mars 2021: „Það er ekkert að þér, það er þetta sjúka undirlag“)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.