Fjartý
Partý eða gleðskapur sem haldinn er með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
Þátttakendur hittast þá hver fyrir framan sinn tölvuskjá, í stað þess að hittast öll á sama stað.
Uppruni
Kom fyrst til sögunnar vorið 2020 eftir að samkomubann var sett í gildi vegna Covid-19-faraldursins, og fólk fór að hittast meira á fjarfundum.
Dæmi um notkun
Eruð þið til í fjartý eftir vinnu í dag?