Kófdrykkja

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Partý eða gleðskapur þar sem (áfengir) drykkir eru hafðir um hönd. Fer fram með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Gestir hittast þá hver fyrir framan sinn tölvuskjá, í stað þess að hittast öll á sama stað.

Uppruni

Kom til sögunnar í þessari merkingu árið 2020, eftir að fólk fór að hittast meira á fjarfundum í samkomubanni vegna Covid-19-faraldursins.

Dæmi um notkun

Það verður partý í kvöld. En vegna samkomubanns verður þetta kófdrykkja.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.