Kælifrí

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Frí eða ferðalög sem fólk fer í til kaldari heimshluta til að forðast hitabylgjur í heimalandi sínu.

Kælifrí eru tilkomin vegna hlýnandi loftslags í heiminum.

Íslensk þýðing á hugtakinu coolcation.

Uppruni

Birtist líklega fyrst í fréttum RÚV 14. september 2024.

Dæmi um notkun

„Það eru tískubylgjur í ferðamennsku eins og mörgu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur. Ein af þeim nýjustu kemur hins vegar ekki til af góðu. Það er það sem á ensku hefur verið kallað „coolcation“ sem á íslensku gæti kallast kælifrí; að velja milt, eða jafnvel kalt loftslag á norðlægum slóðum, í staðinn fyrir að leita suður á bóginn í hita og sól.“

RÚV: Sækja á norðurslóðir vegna hækkandi hitastigs

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni