Skjátími
Tími sem fólk ver fyrir framan sjónvarps-, tölvu- eða símaskjái á hverjum degi. Oft notað í sambandi við tölvu- og tækjanotkun barna og unglinga.
Uppruni
Orðið kom fyrst fram á prenti í Fréttablaðinu 14. ágúst 2003.
Fór svo á flug þegar börn og unglingar fóru að nota snjallsíma, kringum árið 2015, og farið var að ræða um óhóflegan skjátíma barna og unglinga.
Dæmi um notkun
„Þrátt fyrir þessar ráðleggingar hyggjast yfirvöld í Bretlandi ekki breyta sínum ráðleggingum um skjátíma barna en þar eru engar ráðleggingar um æskilegan skjátíma barna.“
(mbl.is 24. apríl 2019: Enginn skjátími fyrir yngri en 2 ára)